Tilraun til bloggs
Þetta gengur eitthvað illa hjá mér í dag. Tæknin eitthvað að stríða mér, eða bara minn eigin klaufaskapur. Biðst forláts ef hlutirnir líta skringilega út, en tölvur senda mér vonda strauma í dag, ég hef átt í örgustu vandræðum með að komast á netið. Hugsanlega sökum mikils álags á þær fréttasíður Íslands sem ég var að reyna komast á, ég veit ekki, en þessi tengingartregða virðist hafa skilað sér á aðrar síður veraldarvefsins. Sumsé, ef bloggið er skrítið er það ekki endilega mér að kenna, heldur frekar ritstjóra Morgunblaðsins eða afstöðu himintunglanna.
Var að koma úr frekar huggulegum bíltúr til Rungsted. Við skelltum okkur Palli, Páll afi, Þorsteinn, sokkurinn og sjalið. Virkilega huggulegt svona á fögru sunnudagseftirmiðdegi, Strandvejen er náttúrulega bara eins og himnaríki á jörðu, svo fallegur er hann ef birtan fellur rétt. Eða rangt svosem, þetta er allt fallegt. Við sátum svo á bryggjunni við smábátahöfnina og kneyfuðum öl og gammel dansk og dáðumst að lífsstíl skútueigandans. Sjalið var yfir sig hrifið en sokkurinn minna, hann er jarðbundnari týpa og laus við draumóra um að gera þennan lúxuslífsstíl að föstum lið. Hann um það.
Næst á dagsskrá er að drusla myndum af sokknum og hugsanlega sjalinu (það er þó feimið og kærir sig ekki um myndatökur. Ég þarf greinilega að sitja fyrir því, koma því á óvart), einnig af svörtu peysunni, bláu peysunni og klikkuðu sokkunum hér á bloggið. Ég á bara í tæknilegum erfiðleikum enn sem komið er, en er að vinna í þessu. Vonandi myndir fljótlega, hugsanlega nokkar teknar í hinni æsilegu ferð sem sokkurinn fer í á morgun. Ikea!!!
Heyrumst síðar
Var að koma úr frekar huggulegum bíltúr til Rungsted. Við skelltum okkur Palli, Páll afi, Þorsteinn, sokkurinn og sjalið. Virkilega huggulegt svona á fögru sunnudagseftirmiðdegi, Strandvejen er náttúrulega bara eins og himnaríki á jörðu, svo fallegur er hann ef birtan fellur rétt. Eða rangt svosem, þetta er allt fallegt. Við sátum svo á bryggjunni við smábátahöfnina og kneyfuðum öl og gammel dansk og dáðumst að lífsstíl skútueigandans. Sjalið var yfir sig hrifið en sokkurinn minna, hann er jarðbundnari týpa og laus við draumóra um að gera þennan lúxuslífsstíl að föstum lið. Hann um það.
Næst á dagsskrá er að drusla myndum af sokknum og hugsanlega sjalinu (það er þó feimið og kærir sig ekki um myndatökur. Ég þarf greinilega að sitja fyrir því, koma því á óvart), einnig af svörtu peysunni, bláu peysunni og klikkuðu sokkunum hér á bloggið. Ég á bara í tæknilegum erfiðleikum enn sem komið er, en er að vinna í þessu. Vonandi myndir fljótlega, hugsanlega nokkar teknar í hinni æsilegu ferð sem sokkurinn fer í á morgun. Ikea!!!
Heyrumst síðar