Prjónað í vindinn

Ég prjóna eins og vindurinn...

Friday, September 23, 2005

Loðna gryfjan

nú er ég aldeilis dottin í það!
heima á Íslandi var það lopinn. Ég datt í lopann í sumar, eyddi miklum tíma og alltof miklum peningum hjá Handprjónasambandinu og endaði með því að fá mig algerlega fullsadda af þessum tiltekna klæjuvaldandi ullarmiðli. Ég hélt af landi brott í lok ágúst þess fegnust að þurfa ekki að freistast til að prjóna eitthvert girnilegt lopamynstrið í viðbót.
En alltaf er það eitthvað nýtt, og nú er ég dottin í mohair. Ekki síður loðinn ullarmiðill þar á ferð, en sannarlega eilítið fíngerðari og raffíneraðri en guðsvolaður lopinn. Ég hef misst tals á þeim fjölda mohair dokka (dokkna?) sem ég hef fest kaup á undanfarnar tvær vikur, uppgötvaði nýlega garnverslun á Vesterbrogade sem er með ekki eina, heldur tvær týpur af mohair á tilboði! Þetta hefur náttúrulega leitt til þess að ég, og allt mitt nánasta umhverfi, sérlega sá partur þess sem ég hyggst borða, er sífellt þakin örfínum og litríkum geitarhárum (eða hvaða dýr gefur aftur af sér mohair? ég held með geitinni). En það er smávægileg fórn þykir mér fyrir nýtt æði.
Matarlystar minnar vegna vona ég þó að þetta æði gangi fljótlega yfir.

3 Comments:

 • At 1:50 AM, Blogger englaskott said…

  Gaman að sjá að þú ert líka komin með prjónablogg :)

  Kv. Arngunnur

   
 • At 4:41 PM, Blogger Marianaria said…

  Ah spennandi sögur af dönsku garni! Í like :)

  María

   
 • At 1:07 PM, Blogger Halla said…

  mohair er það ekki litlu loðnu kanínurnar?? er samt ekki viss held bara líka með geitunum þar sem þær líta út fyrir að vera klókari og þrjóskari en veslings kanínurnar

   

Post a Comment

<< Home