Prjónað í vindinn

Ég prjóna eins og vindurinn...

Tuesday, October 11, 2005

Danskir prjónasiðir.

ég er nýkomin úr bókabúð. þar eyddi ég klukkustund af mínum dýrmæta tíma í það að skoða danskar prjóna- og heklubækur, og ekki að ástæðulausu. danir hafa nefnilega alveg sérstakan stíl sem kemur fram svosem í öllum þeirra lífsstíl, en endurspeglast afar sterkt í hérlenskum hannyrðauppskriftum. stíllinn þykir mér koma fram í eftirfarandi atriðum:
1. danir eru ekkert smá gefnir fyrir ljósa liti. hvítt trónir á toppi vinsældalistans, en einnig mæta sterkir til leiks ljósbleikur, pastelgrænn, gulur, eyðimerkurlitaður og túrkísblár. ég fell engan vegin inn í þessa litastefnu, ekki að ég hafi neitt tiltekið á móti henni annað en það að það verður svo áberandi á ljósum litum þegar maður hellir niður á sig. ég geri mikið af því.
2. danir eru einnig afar gefnir fyrir að prjóna gisið, þannig að öll þeirra föt eru gegnsæ. efni úr mohair, prjónuð á prjóna nr. 12, eru afar vinsæl í prjónabókunum hér.
3. allar danskar uppskriftir eru dálítið rómantískar og pífaðar, gjarnan með hekluðum köntum og þessháttar.
þegar þessi atriði mætast verður úr afar dönsk flík. ég hef enn ekki dempt mér útí að sameina öll atriðin (mohair æðið mitt hefur enn allt farið fram í mjög dökkum litum) en ég geri ráð fyrir að það muni ekki þurfa mikið til að brjóta mótstöðu mína á bak aftur og gera úr mér danska prjónakonu. bara örlítið meira mohair og smá meiri heklukunnátta, þá er þetta komið.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home