Prjónað í vindinn

Ég prjóna eins og vindurinn...

Wednesday, October 05, 2005

djöfull er kaltkaltkalt

frekar krúttlegt, ekki satt? ég veit þetta er ekki prjónaskapur, en ég er að nota tölvuna hans palla til að blogga, og loksins get ég sett inn myndir. málið er bara að í þessu tryllitæki eru engar myndir af prjónaskapnum mínum, en ég finn útúr því. aðalatriðið er að nú get ég sett inn myndir. þetta eru sætir gæsaungar sem við rákumst á í vor í cambridge. leiðum það hjá okkur um stund að í dag eru þeir orðnir að hlussustórum daunillum gæsum og njótum loðinna gulheita þeirra.
þetta hús sem ég bý í, ókei, það er stórt og það eru leðurblökur og íkornar í garðinum og ég þarf aldrei að elda eða þrífa eða vaska upp eða setja í þvottavél, sumsé, þetta hús hefur sína kosti, en Djöfull er það KALT!!!
það er á stundum sem þessum sem ég er afar fegin því að vera prjónakona. er í augnablikinu íklædd peysu, sjali og sokkum sem ég hef prjónað, og ekki veitir af get ég sagt ykkur. úti er 15 stiga hiti, en hér inni ríkir síberíuloftslag. þökk sé prjónahæfni minni er ég nú umvafin hlýrri ull, væri annars eflaust löngu frosin í hel eftir að hafa af veikum mætti reynt að halda á mér hita í einhverjum akrýldruslum úr H&M. ég leggst á hnén við altari prjónagyðjunnar.

1 Comments:

  • At 9:13 AM, Blogger Halla said…

    Hvernig væri að sitja bara úti. Annars er ég samála að húsin hér í danaveldi eru frekar köld á morgnanna en svo hittar þegar líða tekur á daginn

     

Post a Comment

<< Home