Léleg!


svo er það þessi lopapeysa sem ég prjónaði í sumar á hann palla, og tók þar með fullan og meðvitaðann þátt í lopapeysuklikkuninni sem þar átti sér stað. þessi peysa er bara fín hjá mér, alls ekki léleg. ég er ekki léleg að prjóna!
en ég er léleg að blogga. ég læt allt og alla trufla mig frá skyldu minni gagnvart þessarri síðu. akkúrat núna er það málningarvinna; við palli höfum verið í stífu prógrammi undanfarna viku við það að spasla og mála íbúðina okkar á kristjánshöfn. þreytandi vinna, en gefandi þegar maður fer að sjá árangur. það verður munur að fá loksins að búa í íbúð sem er nokkurnveginn eins og ég vil hafa hana, ekki eins og breskir leigusalar eru hallir undir. en þessi málningarvinna hefur leitt til þess að ég hef vanrækt önnur svið lífs míns: bloggið, vinina, prjónaskapinn (ég læt sem ég sé ekki í námi til þess að þurfa ekki að horfast í augu við það að ég hef vanrækt námið allsvakalega undanfarið og á klárlega eftir að fá það í hausinn fyrr en síðar).
mér finnst ég samt bæta letina örlítið upp með því að vera loksins komin með myndir!
6 Comments:
At 3:36 PM,
sigríður hjorleifsdottir said…
Þetta er agalega fínt hjá þér elskan mín og gaman að fá að sjá af þessu myndir.Hafðu það gott og ég heyri í þér fljótlega.
Knús mamma.
At 3:21 PM,
Halla said…
Til lukku með nýju íbúðina og takk fyrir síðast. við sjáumst og heyrumst vonandi bráðum
At 11:58 AM,
Marianaria said…
Bíddu nú hæg, eruð þið komin í eigin íbúð? Það er aldeilis! Til hamingju með það! Og hvar er íbúðin?
At 11:59 AM,
Marianaria said…
Gleymdi að láta slóðina á mitt yndislega og spennandi blogg fylgja www.mafiana.blogspot.com ætlaði að vera löngu búin að láta þig hafa þetta :)
At 8:17 PM,
Ilmur said…
heyrru, mér finnst þú bara ótrúlega dugleg ha!
og nú skunda ég bara med det samme og kaupi garn í opna peysu og þú verður að hjálpa mér, takk fyrir túkall!
sjáumst í næstu vindkviðu.
At 9:38 PM,
Anonymous said…
[url=http://www.playatonlinecasinos.com/]casino[/url] [url=http://www.casinovisa.com/blackjack/]online casino us[/url] , [url=http://www.concordiaresearch.com/games/video-poker/index.html]Casino gratuiti[/url] , [url=http://www.realcazinoz.com/realcazinoz/se]free casino[/url] , [url=http://www.avi.vg/category.php?a=sex4sexx&cid=3]sex shop[/url]
Post a Comment
<< Home