Prjónað í vindinn

Ég prjóna eins og vindurinn...

Tuesday, November 29, 2005

Loksins komin í samband við umheiminn!

jahú! kl.7.30 í morgun hringdi internetgaurinn í okkur og sagðist vera á leiðinni til okkar að laga þessa nettengingu sem ekki hefur virkað síðan við fluttum hér inn, sumsé í mánuð. Í einn mánuð, eiginlega akkúrat, hef ég þurft að druslast út á Amager og nota þar undarlegar tölvur til þess að geta nálgast tölvupóstinn minn. En ekki lengur! Tölvugaurinn reddaði málunum og ég er honum svo þakklát (látum það liggja á milli hluta að það var ekkert að tengingunni, heldur höfðum við bara keypt eitthvert vitlaust millistykki, það skiptir engu máli úr þessu) að mér er sama að hann óð hér inn á drulluskítugum skóm áður en ég gat svo mikið sem fengið mér seríóshring.
en hvað er ég búin að vera að prjóna, veltiði kannski fyrir ykkur? Því miður, þetta er allt saman hernaðarleyndarmál og því get ég ekkert upplýst hér, nema það að mér var svo kalt á puttunum um dagin að ég prjónaði á mig rauða vetlinga með perluprjóni og köðlum. Þeir eru afar svalir, eða öllu heldur hlýjir. En líka svalir. Kannski set ég bara af þeim mynd hér næst. já, ég held það bara.