Prjónað í vindinn

Ég prjóna eins og vindurinn...

Tuesday, December 20, 2005

land lopans!

við palli lentum a islandi a fimmtudaginn siðastliðinn, svona um kvölmatarleytið. eg var nokkuð eirðarlaus vegna þess að öll handavinna er algjörlega bönnuð i flugvelum, þratt fyrir að fullkomlega se leyfilegt að hafa með ser skrufblyanta um borð. eins og skrufblyantar seu eitthvað minna banvænir ef maður akveður að nota þa sem vopn. þar að auki hef eg kynnt mer reglur um prjonaskap i flugvelum annarsstaðar i heiminum, og eg get sagt ykkur það að það ma prjona um borð i velum i bandarikjunum og kanada. evropa er greinilega enn föst a miðöldum hvað prjonaöryggisreglur varðar.
en sumse, eg var eirðarlaus sökum þess að eg fekk ekkert að prjona allan fimmtudaginn, ekki eina einustu lykkju. blessunarlega kom handprjonasambandið mer til bjargar a föstudeginum með allan sinn lopa. eg fjarfesti i storum poka af lett-lopa i sauðarlitunum og þarf að taka a honum stora minum allan daginn til þess að vera ekki stöðugt að handfjatla hann. er nefnilega ennþa i namsstressi, a t.d. að vera að vinna i ritgerðunum akkurat nuna. en eg er sumse byrjuð a að prjona opna lett-lopapeysu fram og tilbaka, sjaum hvernig það gengur...

p.s. hvað varð eiginlega um bulky-lopann, veit það einhver? mundi skyndilega að eg hef ekki seð slikann i haa herrans tið. er bulky kannski ekki i tisku lengur?

Saturday, December 10, 2005

Leikreglurnar.

hjúff!
sé loksins fyrir endann á þessu hrikalega stressi sem hefur hreiðrað um sig inni í mér frá því í október. kláraði uppkast að annarri risaritgerðinni í dag, sé fram á að klára hitt uppkastið á morgun. þá er það versta algerlega yfirstaðið, bara einhver nett yfirferð eftir og svo það að koma skikki á allt formattið til þess að þetta líti sem best út.
þetta þýðir náttúrulega að nú fer ég loksins að hafa tíma til að prjóna aftur, ég hef alltof lítið sinnt þeirri göfugu íþrótt upp á síðkastið, þau verkefni sem ég hef á prjónunum hafa varla mjakast neitt í laaangan tíma (ég þori varla frá því að segja, en ég hef verið með sama bleika sokkinn í vinnslu frá því í september! pælið í því! þetta er bara pínulítill sokkur!). ég er orðin algerlega uppveðruð yfir því að komast heim í lopann þó svo að ég hafi verið komin með ógeð á honum í sumar, ég er meira að segja með plan: ég lendi 15.30, get verið komin til RVK um fimm, kem við í prjónadeild Hagkaupa áður en ég fer heim í Heiðargerði til þess að geta strax slegið upp e-u ljúfu lopaverkefni. á hverju á ég að byrja? ég hef ráðagerðir um að prjóna einn ponsjó úr lopa og hekla annan, líka úr lopa, svo langar mig að gera peysu úr létt-lopa og einnig pils. kannski ég byrji á létt-lopanum og vinni mig upp. eða eitthvað. allavega ætla ég á svakalegt lopafyllerí, ég ætla alveg út á ystu nöf!
en allavega, þá fór ég að hugsa um leikreglur prjónaskapsins um daginn þegar ég sat og lét mig dagdreyma um úfna íslenska kind. ég er nefnilega alveg brjálæðisleg bókstafstrúar prjónakona; ég er algerlega ófær um að óhlýðnast uppskriftum, nota rétta garnið og réttu prjónana. ég er fullkomlega sannfærð um að mín bíði skelfileg örlög ef ég óhlýðnast: ljótar peysur, skakkir saumar, ekkert hrós, engin virðing, bara svarthol stjórnleysis og óhamingju. aftur á móti finn ég ómótstæðilega og undarlega, þó skiljanlega, löngun til að óhlýðnast uppskriftinni að létt-lopa peysunni sem ég ætla að prjóna; hún er nefnilega opin, hneppt. hver sá sem hefur prjónað opna lopapeysu hlýtur að skilja angist mína: maður þarf að nota saumavél og maður þarf að klippa í prjónaefnið! þetta er bara alveg óskiljanlega heimskulegt kerfi, ég einfaldlega skil ekki hvers vegna verið er að flækja málin svona, það er fullkomlega ekkert mál að prjóna opna lopapeysu fram og tilbaka. ég tala hér af reynslu, ég hef prjónað slíka peysu og það var ljúf og þægileg, eiginlega gefandi reynsla. svo prjónaði ég í sumar tvær lopapeysur eftir íslensku aðferðinni, þurfti að nota saumavél (ömurlegt, ég þoli ekki saumavélar), þurfti að klippa, skjálfandi hendi, á milli saumanna, og hvað? lítur það eitthvað betur út? engan veginn, þetta er leiðinlegri aðferð og maður græðir nákvæmlega ekkert á henni.
þannig að nú langar mig til að fara eftir tiltekinni uppskrift, en samt til að óhlýðnast henni aðeins og prjóna fram og til baka frekar en í hring. einnig að breyta hnappaböndunum aðeins (uppskriftin segir manni að prjóna hnappabönd og sauma þau á, glötuð aðferð, mikið betra að prjóna þau bara við). þetta er ferlega stórt skref fyrir mig, ég geri aldrei neitt svona, ég hef í mesta lagi breytt lit frá því sem í uppskrift stendur, varla meira en það. en ég held bara að þetta verði hin miklu jól þess að lifa á ystu nöf. einnig, ef peysan mistekst hrapalega get ég bara rakið hana upp og gert eitthvað annað. það er nefnilega hægt þegar maður er ekki búinn að sauma í og klippa efnið sem maður prjónaði.
Heimskulega aðferð! Veit einhver hver fann hana upp? ég ætla að senda kvörtunarbréf.

Monday, December 05, 2005

Vettlingar og jólakrans



Ojojoj, þetta er ekki í fókus. suss, þetta fær maður uppúr því að reyna að taka myndir í kolniða myrkri. allavega, þessi mynd er aum tilraun mín til að reyna að sýna hér vandað handverk. fyrir nokkrum vikum var mér afskaplega kalt á puttunum, en var svo illa stödd að allir vettlingarnir mínir voru á íslandi. ég brá á það ráð (náttúrulega) að fjúka út í hanarbejdscentret, frábæra verslun í hinu virðulega amagercentri og fjárfesta þar í kirsuberjarauðu norsku ullargarni. svo notaðist ég við uppskrift frá 1953 úr vogue bókinni minni frábæru. úr urðu glæsilegir vettlingar með kaðlamynstri og perluprjóni. en það sést svosem varla á ofanbirtri mynd. þessi hér að neðan er kannski aðeins betri.


undarlegt samt að vettlingarnir virðast vera einhvernvegin bleikir. þetta eru greinilega áhrif hins feykiöfluga flassss(hversu mörg ess í þessarri fallbeygingu?). hér sjáum við vettlingana í góðum jólagír með aðventukransinum okkar palla. það er ekki á honum að sjá, vegna þess að palli er svo handlaginn með límtúpuna, en kransinn lenti í hryllilegu slysi hér um daginn. ég opnaði frönsku svalahurðina til þess að lofta út, og þá kom vindhviða, ekkert skyld mér, og feykti um koll innrömmuðu plakati af miðgarðsorminum að éta sviðakjamma sem við höfðum stillt afar óvarlega og lauslega upp á vínrekkann okkar. ramminn hlammaðist á kransinn og hann fór allur í mask, kertahaldararnir ónýtir og allt í steik. þetta var átakanlegt, en er nú blessunarlega komið í lag. kennir manni bara að passa sig á vindinum, hann getur verið óútreiknanlegur.