Prjónað í vindinn

Ég prjóna eins og vindurinn...

Monday, December 05, 2005

Vettlingar og jólakrans



Ojojoj, þetta er ekki í fókus. suss, þetta fær maður uppúr því að reyna að taka myndir í kolniða myrkri. allavega, þessi mynd er aum tilraun mín til að reyna að sýna hér vandað handverk. fyrir nokkrum vikum var mér afskaplega kalt á puttunum, en var svo illa stödd að allir vettlingarnir mínir voru á íslandi. ég brá á það ráð (náttúrulega) að fjúka út í hanarbejdscentret, frábæra verslun í hinu virðulega amagercentri og fjárfesta þar í kirsuberjarauðu norsku ullargarni. svo notaðist ég við uppskrift frá 1953 úr vogue bókinni minni frábæru. úr urðu glæsilegir vettlingar með kaðlamynstri og perluprjóni. en það sést svosem varla á ofanbirtri mynd. þessi hér að neðan er kannski aðeins betri.


undarlegt samt að vettlingarnir virðast vera einhvernvegin bleikir. þetta eru greinilega áhrif hins feykiöfluga flassss(hversu mörg ess í þessarri fallbeygingu?). hér sjáum við vettlingana í góðum jólagír með aðventukransinum okkar palla. það er ekki á honum að sjá, vegna þess að palli er svo handlaginn með límtúpuna, en kransinn lenti í hryllilegu slysi hér um daginn. ég opnaði frönsku svalahurðina til þess að lofta út, og þá kom vindhviða, ekkert skyld mér, og feykti um koll innrömmuðu plakati af miðgarðsorminum að éta sviðakjamma sem við höfðum stillt afar óvarlega og lauslega upp á vínrekkann okkar. ramminn hlammaðist á kransinn og hann fór allur í mask, kertahaldararnir ónýtir og allt í steik. þetta var átakanlegt, en er nú blessunarlega komið í lag. kennir manni bara að passa sig á vindinum, hann getur verið óútreiknanlegur.

2 Comments:

  • At 10:34 PM, Blogger Ilmur said…

    vettlingarnir eru einstaklega hlýlegir að sjá og það er líkt og þeir séu að faðma kransinn þinn á þessari mynd.

     
  • At 4:13 PM, Blogger Halla said…

    Faðma eða fela kransinn haahahah.. bestu jólakveðjur frá Herning, þú ert án efa prjóna snillingurinn í þessari fjölskyldu ;o)
    Halla

     

Post a Comment

<< Home