Prjónað í vindinn

Ég prjóna eins og vindurinn...

Monday, January 30, 2006

Slétt prjón í hring.

Á laugardagskveldið braut ég, enn og aftur, prjónaregluna sem kveður svo á að prjónar og áfengi fari engan veginn saman. Mikið var ég fegin og þakklát í morgun þegar ég dró afraksturinn upp úr töskunni minni og sá með eigin augum að skaðinn var lítill sem enginn. Ég þakka prjónagyðjunni og Bakkusi sjálfum að ekki fór illa, þó ég hafi bara verið að prjóna slétt prjón í hring. Það hljómar kannski eins og einfaldast allra prjónaverkefna, en maður veit aldrei, eftir nokkur rauðvínsglös gæti manni farið að þykja það góð hugmynd að læða inn einni og einni brugðinni lykkju, eða eitthvað þaðanaf verra.
Er í þessum rituðum orðum á leiðinni á prjónadeit með Vigni. Við ætlum að sötra kaffi og ræða prjónauppskriftir, afar raffínerað. Meira um það seinna.

1 Comments:

  • At 9:24 PM, Blogger Marianaria said…

    Darnitt, nú þarf ég á þér að halda! Ég var að lesa prjónablað þar sem allar peysur eru prjónaðar í hring og klipptar upp. Ég kastaði blaðinu að sjálfsögðu frá mér alveg óð, því ég ætla aldrei að klippa aftur eftir hundapeysuslysið, en svo varð mér hugsað til þín sem kannt að breyta þessu í almennilegar uppskriftir... Arrg, hjálp! Kannski ég prjóni þessa einu peysu sem var ekki klippt, það ætti að endast mér fram á sumar eins og virknin er og svo geturðu tekið mig í kennslustund þegar þú kemur? Ætlarðu ekki annars örugglega að koma í sumar?

     

Post a Comment

<< Home