Prjónað í vindinn

Ég prjóna eins og vindurinn...

Sunday, February 12, 2006

Ólympíuprjón

Ég las á yarnharlot fyrr í dag að yfir 4000 prjónarar taki þátt í ólympíuleikunum í prjónaskap sem standa nú yfir, samhliða ólympíuleikunum í vetraríþróttum.
Ég er ekki ein af þessum 4000 metnaðarfullu einstaklingum. Ætla að láta mér duga að vinna í peysunni sem ég er að prjóna á Palla bara í rólegheitunum og vera ekkert að setja mér nein tímatakmörk. Ástæðan er ekki síst sú að ég er svolítið að breyta uppskriftinni, og það þýðir náttúrulega að ég þarf sífellt að vera að rekja upp sökum einhverrar skelfilegrar villu í útreikningum mínum. Var nýverið búin með heilan helling af búknum, tók hann af prjónunum, þræddi upp á band og lét Palla máta. Búkurinn, sem leit svo ágætlega út svona í vinnslu, var alltof stór, og ekki nóg með það heldur virtist hann víkka eftir því sem ofar dró, sem var alveg út í hött þar sem ég hafði nákvæmlega ekkert aukið út. Þetta þýddi náttúrulega að ég varð að rekja hana upp í frumeindir sínar og byrja aftur. En til að tengja þetta aftur við Ólympíuleikana þá er ég hrædd um að ef ég væri að reyna að klára þessa peysu á Ólympíumettíma er ég ansi hrædd um að færi fyrir mér eins og fyrir bandaríska snjóbrettakappanum sem ég sá detta beint á rassinn úr skelfilegri hæð í beinni útsendingu fyrr í dag. Hann stóð upp, heldur lúpulegur, og sagði: "I´m gonna beat myself up about this."
Nefnilega. Og hann er alveg ábyggilega rófubeinsbrotinn.

2 Comments:

  • At 1:38 AM, Anonymous Anonymous said…

    Uhh...aetladi einmitt ad lata thig vita af thessum prjona olympiuleikum. Las um tha einhversstadar.
    Gangi ther vel ad profa. Her er ordid allt of heitt til ad sitja i rolegheitum og prjona. Madur vill bara vera uti ad leika.
    Sijulateraligator,
    Gerdi

     
  • At 1:39 AM, Anonymous Anonymous said…

    Uhh...gangi ther vel ad prjona, ekki profa ad prjona heldur alvoru prjona.

     

Post a Comment

<< Home