Prjónað í vindinn

Ég prjóna eins og vindurinn...

Tuesday, March 14, 2006

Prjónamorðinginn!

Það er orðið að kvöldritúali hjá mér að horfa á Taggart á DR2 og prjóna (spáið í hvurskonar sjónvarpsdagsskrá þetta land býður mér upp á þegar að Taggart frá 1989 er orðið mitt eftirlætissjónvarpsefni). Í gær sat ég og prjónaði sjal úr léttlopa meðan ég beið þess í ofvæni að morð yrði framið (þessir þættir kynna fyrst fyrir manni persónurnar og þeirra deilumál, svo kemur morðið ekki fyrr enn hálftími er búinn af þættinum). Og viti menn, þetta var akkúrat morðið fyrir mig! Gömul kona sat og prjónaði ljósbláa flík með köðlum og lagði svo frá sér prjónana og fór inn í eldhús til að sjóða sér egg. Þá kom einhver ógurlegur ribbaldi sem notaði annan af hennar eigin prjónum (úr áli, held ég) til þess að stinga hana í hálsinn! Ógeðslegt, en það veitti mér vissa ánægju að sjá loksins einhvern gera sér grein fyrir því hvað prjónaskapur getur verið mikið áhættusport.

8 Comments:

  • At 5:24 PM, Anonymous Anonymous said…

    Ég skil þetta með sjónvarpsdagskrána hér í Danmörku -en Gunni benti mér á að það væri alveg sama hvað væri í sjónvarpinu ég væri löngu hætt að horfa- hlusti bara - því að ég er alltaf að prjóna.... en nú er ég búin að prófa heila viku án þess að prjóna með imbanum og það er bara ekki að virka: er alltaf sofnuð fyrir níu og horfi á ÖLL prjónaverkefnin hrannast upp. Var annars að kaupa fagurgrænt bómullargarn - og get ekki beðið með að gera e-ð flott úr því.
    Kveðjur úr húsmæðralandinu góða
    Tóta

     
  • At 8:05 PM, Anonymous Anonymous said…

    nr. hvað voru þessir prjónar? já, og svo má ekki gleyma að prjónarnir í töskunni geta verið ágætis sjálfsvarnarvopn, prjónar eru svo miklu meira en bara prjónar....sjáumst á morgun :)

     
  • At 12:03 AM, Blogger Name withdrawn said…

    Taggart eru nú góðir þættir, það eru ekki margir svona breskir spennuþættir sem ég nenni að sitja yfir en Taggart eru góðir þætti, sérstaklega þegar sá gamli var með.

     
  • At 12:37 PM, Anonymous Anonymous said…

    ji minn, elsku ormur, passaðu þig!

    sakniknús,
    ormurinn

     
  • At 3:34 PM, Blogger Halla said…

    Já taggart rokkar ennþá, ég held bara að mig rámi í þennan þátt frá því að ég var ung...hahahaha
    hilsen Halla

     
  • At 9:40 AM, Anonymous Anonymous said…

    elsku ormakrútt,
    nefhlífin hljómar ekki illa, svolítið hannibal lecter en hver er ekki að fíla það? :)
    sakni-slímugt-ormaknús,
    ólöf

     
  • At 3:50 PM, Blogger dora wonder said…

    vigdís þormóðsdóttir, hví vissi ég ekki að þú værir með plogg? og hvað þá prjónablogg. hvur veit nema maður hefði geta lært einhverja viðbót við garðaprjónið frá því hjá ólöfu handavinnukennara. er annars einhversstaðar að finna myndir af afrakstri prjónageðveikinnar?

     
  • At 3:51 PM, Blogger dora wonder said…

    já og ps hvenær komiði heim í sumar?

     

Post a Comment

<< Home